Fréttir og tilkynningar

Frá sundlauginni á Akureyri
Frá sundlauginni á Akureyri
Flestir frambođslistar komu fram í Akureyrarkaupstađ, eđa sex talsins.

Rúmlega eitt prósent kjörgengra einstaklinga á frambođslistum

12.5.2006

Á kosningavef félagsmálaráđuneytisins, www.kosningar.is , eru nú ađgengilegar upplýsingar um frambođ í sveitarstjórnarkosningum sem fram fara 27. maí nćstkomandi.

Frambođslistar komu fram í 60 sveitarfélögum, en óbundin kosning mun fara fram í 19 sveitarfélögum ţar sem engir listar eru bođnir fram.
Í Breiđdalshreppi og Tjörneshreppi kom ađeins fram einn listi og er ţví sjálfkjöriđ í ţeim sveitarfélögum.
Alls eru 170 listar í frambođi til sveitarstjórna í ţeim 58 sveitarfélögum ţar sem listakosning fer fram ţann 27. maí. Á ţeim listum eru 2.675 einstaklingar í frambođi, sem eru 1,2% kjörgengra einstaklinga í landinu.

Í eftirtöldum sveitarfélögum mun fara fram óbundin kosning ţann 27. maí. Í ţeim sveitarfélögum eru í raun allir kjósendur í frambođi, ađrir en ţeir sem hafa skorast undan endurkjöri skv. heimild í 18. gr. laga um kosningar til sveitarstjórna.Ţví má ljóst vera ađ verulegur hluti kjörgengra einstaklinga í landinu er í frambođi til sveitarstjórna.

 • Skorradalshreppur
 • Helgafellssveit
 • Eyja- og Miklaholtshreppur
 • Reykhólahreppur
 • Súđavíkurhreppur
 • Árneshreppur
 • Kaldrananeshreppur
 • Skagabyggđ
 • Akrahreppur
 • Grímseyjarhreppur
 • Hörgárbyggđ
 • Svalbarđsstrandarhreppur
 • Grýtubakkahreppur
 • Skútustađahreppur
 • Svalbarđshreppur

Nánari upplýsingar um frambođslista í sveitarfélögum má finna á www.kosningar.is 

Netspjall


Netspjall félagsmálaráđuneytisins

Netspjall gefur almenningi og fyrirtćkjum kost á ţví ađ komast í beint samband viđ afgreiđslu ráđuneytisins.

 • Netspjall ráđuneytisins

 • Stođval